Sign fá gullpötu á Kerrang! Verðlaunhátíðinni

Sign fengu gullplötu fyrir ábreiðu sína af frægu lagi Iron …
Sign fengu gullplötu fyrir ábreiðu sína af frægu lagi Iron Maiden. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

Íslensku rokkararnir í hljómsveitinni Sign hlutu gullplötu á verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins sem fór fram í gærkvöldi.

Gullplötuna hlutu þeir ásamt öðrum hljómsveitum sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar.

Tímaritið seldist í yfir 100.000 eintökum þá vikuna en venjuleg sala mun vera í kringum 40.000 eintök.

Sign voru sérstakir gestir ristjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið.

Í fréttatilkynningu frá sveitinni segir: „Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokk goðanna, en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð.

Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin.

Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! awards í gærkvöldi."

Sign spila á menningarnótt á morgun laugardag 23. ágúst nk. og á ljósanótt 4. September nk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka