Ingibjörg Þorbergs tónskáld og textahöfundur segir í opnu bréfi til Megasar sem birt er í Lesbók Morgunblaðsins á morgun að hún sé veik fyrir snillingum og Megas sé einn slíkur.
Í bréfinu þakkar Ingibjörg Megasi fyrir flutning á lagi sínu við Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum á plötu hans Á morgun.
Bréfið birtir Ingibjörg í kjölfar umfjöllunar Arnars Eggerts Thoroddsens um ofmetnar íslenskar hljómplötur í síðustu Lesbók en þar voru nokkrar plötur Megasar nefndar.