Skammbyssur, rósir og kínverskt lýðræði

Axl Rose heldur utan um stjórnartaumana í sveitinni, en miklar …
Axl Rose heldur utan um stjórnartaumana í sveitinni, en miklar breytingar hafa orðið á liðskipaninni. Gítarleikarinn Slash er t.d. heillum horfinn. Reuters

Nú er loks búið að tilkynna það hvenær næsta plata Guns N´Roses - Chinese Democracy - kemur út, en hörðustu aðdáendur sveitarinnar hafa beðið hennar lengi. Platan verður gefin út í Bandaríkjunum 23. nóvember nk., skv. bandaríska tónlistartímaritinu Billboard.

Búið er að fresta útgáfu plötunnar margoft, sem hefur verið í vinnslu í um áratug. Síðast var t.d. rætt um að hún ætti að koma út í maí í fyrra. Rokksveitin gaf síðast út plötu árið 1993, sem bar titilinn The Spaghetti Incident?

Fyrsta plata Guns N´ Roses,  Appetite For Destruction, sem kom út árið 1987, verður endurútgefin í vínylformi um leið og nýja platan.

Nýjasta smáskífan, Shackler's Revenge, verður að finna í tölvuleiknum Rock Band 2, en leikurinn kemur út áður en Chinese Democracy mun líta dagsins ljós.

Þá verður lagið If The World notað í kvikmyndinni Body of Lies, með þeim Leonardo DiCaprio og Russell Crowe í aðalhlutverkum.

Þá má geta þess að bandarískur gosdrykkjarframleiðandi hét því að senda öllum Bandaríkjamönnum gosdós ef nýja platan kæmi út á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson