Enska hirðin dregur úr munaði

Elísabet II Englandsdrottning.
Elísabet II Englandsdrottning. Reuters

Elísabet Englandsdrottning hefur farið fram á það við aðra í bresku konungsfjölskyldunni, að hún dragi úr munaði og skemmtunum. Er drottningin sögð hafa gert sonarsonum sínum, prinsunum Vilhjálmi og Harry, ljóst, að það sé ekki viðeigandi í ljósi efnahagsástandsins í landinu, að þeir láti berast mikið á. 

Bretar eru um þessar mundir ekki taldir vera í skapi til að sjá fréttir og myndir af unga fólkið í konungsfjölskyldunni skemmta sér á dýrum næturklúbbum í Lundúnum á sama tíma og samdráttarskeið er í bresku efnahagslífi og verð á nauðsynjum hækkar.

„Drottningin reynir að fylgja því hugarástandi, sem þjóðin er í hverju sinni," segir  Nicholas Davies, sem hefur skrifað nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna.

Eignir drottningar eru metnar á 320 milljónir punda, samkvæmt auðmannalista blaðsins Sunday Times, en hún er engin eyðslukló, að sögn Davies.   „Hún hefur ekki spillt börnunum sínum með eftirlæti. Hún mun ætlast til að þau öll fylgi fordæmi hennar um þessi jól. Börn og barnabörn hegða sér á sama hátt. Það er ólíklegt að um þessi jól munum við sjá Vilhjálm og Harry fara á næturklúbba, drekka sig útúr og skemmta sér með aðlaðandi stúlkum."

Elísabet hefur löngum verið talin aðhaldssöm. Hún lætur m.a. gæta þess vel, að ljós logi ekki í auðum herbergjum í  Buckinghamhöll og afgangar úr kóngsveislum eru notaðir aftur. Árleg útgjöld vegna konungsembættisins hafa lækkað úr 87 milljónum punda á árunum 1991-1992 í 40 milljónir á árunum 2007-2008. 

Þegar Elísabet fór í opinbera heimsókn til Slóvakíu og Slóveníu í október var greinilegt, að hún barst ekki eins mikið á í klæðaburði og oft áður. Hún lét m.a. sauma sér kjól úr efni, sem hún fékk að gjöf fyrir rúmum 20 árum í ferð um Miðausturlönd. Þegar hún fór í gönguferð í miðborg Ljubljana var hún í rauðri dragt sem hún notaði einnig við opinbert tækifæri í apríl. Í Slóvakíu var hún í sömu bleiku prjónadragtinni og hún klæddist á páskadag. Samkvæmt hefðbundnum hirðsiðum klæðist drottningin aldrei sömu fötunum tvisvar við opinber tækifæri.

Filippus prins, eiginmaður drottningar, hefur hins vegar aldrei verið mikið fyrir tildur og klæðist t.d. enn buxum, sem voru keyptar fyrir 30 árum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir