Phoenix orðinn rappari

Joaquin Phoenix er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Joaquin Phoenix er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Walk The Line. Reuters

Í fyrsta skipti síðan hann tilkynnti að hann væri hættur að leika til að geta helgað sig tónlistinni kom Joaquin Phoenix fram sem tónlistarmaður á föstudaginn.

Phoenix sagði í viðtali við People-tímaritið rétt áður en hann steig á svið í Lavo-klúbbnum í Las Vegas að hann væri nú tilbúinn að koma fram sem hann sjálfur og væri hættur að fela sig á bak við kvikmyndakaraktera.

„Þetta er ég að segja að þetta sé sá sem ég er. Þetta er mín saga,“ sagði Phoenix sem tilkynnti afsögn sína sem leikari í október sl. Hann segir að sér sé full alvara með þessu starfsvali sínu, tónlist sé hans sanna ást. „Eftir að hafa lesið handrit í mörg ár og farið með línur er þetta tækifæri mitt til að gera eitthvað beint frá hjartanu.“

Phonex sneri sér ekki að tónlist í anda Johnnys Cash, sem hann lék svo eftirminnilega á sínum tíma, heldur er það hipphoppið sem varð fyrir valinu. „Þegar ég var ungur hlustaði ég mest á pönkað rokk en svo uppgötvaði ég rappið. Ég elska hvernig hægt er að segja sögu með hipphoppinu.“

Á tónleikunum flutti Phoenix þrjú lög sem verða á tilvonandi plötu hans. Mágur hans, leikarinn Casey Affleck, tók herlegheitin upp og hyggst gera heimildamynd um ferð Phoenix inn í tónlistarheiminn.

Phoenix, sem er nú 34 ára, segist vera viðbúinn misjöfnum viðtökum við tónlist sinni. „Er til fólk sem heldur að ég sé að grínast? Ég er viss um það. Er til fólk sem heldur að ég verði ömurlegur? Örugglega, en ég get ekki haft áhyggjur af því,“ sagði Phoneix.

Slúðurbloggarinn Perez Hilton er einn af þeim sem vona að Phoenix sé að grínast. Hann birti í gær á vefsíðu sinni tvær myndbandsupptökur af frammistöðu kappans sem er allt önnur en góð. Perez segist vona að leikarinn sé að grínast í anda Borat ella hljóti hann að vera undir miklum áhrifum fíkniefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka