„Ef þú vilt skemmta þér á Íslandi, taktu þá fyrstu vél til Noregs,“ segir grínstinn Stephen Colbert, sem tók Ísland fyrir í þættinum Colbert Report á mánudag. Í þættinum, sem er sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni Comedy Central, er gert óspart grín að skyri, 5000 króna seðlinum og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Colbert segir þó að ástandið sé svart í Bandaríkjunum þessa dagana þá gæti það verið enn verra, og hann nefnir Ísland sem dæmi.
Landið sé óbyggileg klettaeyja sem er lengst úti á ballarhafi. Nýverið hafi Íslendingar orðið gjaldþrota en nú séu þeir einnig orðnir hinsegin.
Þá tekur hann fram að forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper, sé fyrsti samkynhneigði, raunar lesbíski, forsætisráðherrann. (Sem er grín! Til að koma í veg fyrir allan misskilning.)