Robert Plant, fyrrum söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, og bandaríska sveitasöngkonan Alison Krauss hyggjast halda samstarfinu áfram, en þau unnu nýverið fimm Grammy-verðlaun fyrir plötuna Raising Sand. Þau eru mætt í hljóðver og byrjuð að vinna að nýju efni.
T Bone Burnett sér aftur um upptökustjórn líkt og hann gerði á fyrri plötunni, sem m.a. hlaut verðlaun sem plata ársins á Grammy-verðlaunahátíðinni. Platan náði platínusölu í Bandaríkjunum, sem þýðir að yfir ein milljón eintaka hafa selst.
Þetta kemur fram á vef bandaríska tónlistartímaritsins Rolling Stone.