Með suð í eyrum við spilum endalaust með Sigur Rós var valin plata ársins, í flokki popp- og rokktónlistar, á Íslensku tónlistarhátíðinni sem fór fram í kvöld.
Plöturnar Falcon Christ með Dr. Spock, Fjórir naglar með Bubba Morthens, Jeff Who? með Jeff Who?, Karkari með Mammút, Skiptar skoðanir með Múgsefjun og Me and Armini með Emilíönu Torrini voru einnig tilnefndar.
Aðrir verðlaunahafar eru eftirfarandi:
Lag ársins
„Þú komst við hjartað í mér“, höfundar Toggi, Bjarki Jónsson og Páll Óskar Hjálmtýsson.
Flytjandi ársins
Anna Guðný Guðmundsdóttir fyrir flutning á Tuttugu tillitum til jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen
Höfundur ársins
Sigur Rós fyrir laga- og textasmíðar á plötunni Með suð í eyrum við spilum endalaust
Rödd ársins
Emilíana Torrini
Plata ársins - Djass
Ómar Guðjónsson - Fram af
Tónverk ársins
ORA - Áskell Másson
Plata ársins - Sígild og samtímatónlist
Fordlandia - Jóhann Jóhansson
Bjartasta vonin
Agent Fresco
Hvatningarverðlaun Samtóns
Músíktilraunir
Loftbrúarverðlaun
Mugison
Netverðlaun Tónlist.is
Baggalútur
Heiðursverðlaun
Ingólfur Guðbrandsson