Tónlistarmaðurinn Richard Marx segist skammast sín fyrir að tengjast tveggja milljarða sekt, jafnvirði um 255 milljóna króna, sem bandarískur kviðdómur dæmdi 32 ára bandaríska konu til að greiða hljómplötuútgefendum í síðustu viku. Konan sótti 24 lög á netið en þar á meðal voru lög eftir Marx.
Marx segist alfarið vera á móti ólöglegu niðurhali á tónlist en þrátt fyrir það sýna hinum venjulega tónlistaráhugamanni skilning, enda hafi þeir verið kúgaðir fjárhagslega af stóru útgefendunum. Hann segir með öllu óskiljanlegt hvernig hægt er að fella slíkan dóm yfir einni konu - á þessum tímum - á meðan hún hafi aðeins verið að gera það sem hundruð þúsundir annarra gera á hverjum degi.
Marx er ekki eini listamaðurinn sem hefur talað gegn dómnum. Tónlistarmaðurinn Moby segir þetta ranga leið sem valin hefur verið, að refsa úthverfamæðrum fyrir að hlusta á tónlist.