Bandaríski heimildarmyndasmiðurinn Michael Moore kemst að þeirri niðurstöðu í nýjustu mynd sinni, Capitalism: A Love Story, eða Kapítalismi: ástarsaga, að kapítalismi sé af hinu illa, hreinasta böl. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær.
Að því er fram kemur á vef Reuters-fréttastofunnar er myndin eitt allsherjarniðurrif á kapítalisma og því haldið fram með rökum að hann dæmi milljónir manna til fátæktar. Moore segir kapítalisma slíka illsku að ekki sé hægt að hafa stjórn á honum. Því þurfi að útrýma illskunni með einhverju góðu og hið góða sé lýðræðið.