Tökur á Áramótaskaupinu hófust mánudaginn sl. undir öruggri leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar sem á m.a. að baki kvikmyndirnar Astrópíu, Konunglegt bros og hlaut jafnframt Edduverðlaunin árið 2003 fyrir bestu stuttmyndina, Karamellumyndina.
Gunnar vildi eðlilega sem minnst segja um skaupið þegar blaðamaður ræddi við hann í gær, enda venjan sú að halda sem allra mestri leynd yfir efnistökum allt fram að frumsýningu á gamlárskvöld. Þó er líklegt að kreppan komi eitthvað við sögu.