Skrifað hefur verið undir samning um að írska rokkhljómsveitin U2 verði aðalnúmerið á Glastonbury tónlistarhátíðinni á næsta ári en hátíðin fagnar fjörtíu ára afmæli á næsta ári.
Verður þetta í fyrsta skipti sem hljómsveitin spilar á Glastonbury þrátt fyrir að hafa verið starfrækt í rúma þrjá áratugi.
Uppselt er á Glastonbury hátíðina en miðasala hófst í síðasta mánuði. Var orðið uppselt á einungis nokkrum klukkutímum þrátt fyrir að ekki væri búið að tilkynna hverjir myndu koma fram á hátíðinni.