„Þetta var afskaplega fallega hugsað,“ segir Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, sem útnefnd var fyrsti heiðursfélagi Hollvina Grensásdeildar (HG) á aðalfundi samtakanna sem fram fór fyrir skemmstu.
Segir hún ánægjulegt að senn styttist í að markmið samtakanna um að bæta húsa- og tækjakost Grensásdeildarinnar verði að veruleika.
Á aðalfundinum kom fram að vatnaskil hefðu orðið í fjárhagsstöðu HG með aðkomu Eddu Heiðrúnar og söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás sem hún stóð fyrir með aðstoð HG og annarra velunnara.
Að sögn Gunnars Finnssonar, formanns HG, skilaði átakið Á rás fyrir Grensás 102,5 milljónum króna.