Serbar eru að verða æ hændari að sjónvarpsskjánum ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar, en samkvæmt þeim horfir meðalmaðurinn í Serbíu á sjónvarpið í rúmlega 5 klukkustundir á hverjum degi, eða í 363 mínútur á dag.
Í könnunin var hegðunarmynstur neytenda gagnvart sjónvarpinu rannsakað frá áramótum til aprílloka. Aprílmánuður flokkast ekki sem "stór" sjónvarpsmánuður því þá sækja Serbar meira út í góða veðrið sem fylgir vorinu. Engu að síður hafa Serbar varið að meðaltali 320 mínútum á dag fyrir framan sjónvarpið í apríl.
Miðað við sama tímabil í fyrra hefur sjónvarpsglápið lengst um 38 mínútur að meðaltali á dag. Þeir sjónvarpsþættir sem hafa mest áhorf eru innlendar þáttaraðir, raunveruleikaþættir og íþróttir. Staðföstustu sjónvarpsáhorfendurnir eru ellilífeyrisþegar og börn.
880 serbnesk heimili tóku þátt í rannsókninni, eða rúmlega 2.500 einstaklingar.