Skaut sjónvarpið í mótmælaskyni

Bristol Palin í dansþættinum.
Bristol Palin í dansþættinum. Reuters

Manni nokkrum í Wisconsin í Bandaríkjaríkjunum gramdist svo þegar  Bristol, dóttir Söruh Palin, komst í úrslit í vinsælum raunveruleikasjónvarpsþætti, að hann skaut sjónvarpið sitt með haglabyssu.

Maðurinn var handtekinn á þriðjudagsmorgun eftir að lögregla hafði setið um hús hans í 15 stundir. Eiginkona mannsins hringdi á lögregluna á mánudagskvöld eftir að upp úr sauð.  

Þau hjónin höfðu setið við sjónvarpið og horft á þáttinn Dancing with the Stars þegar Bristol Palin birtist á skjánum.

„Ands... stjórnmál," hrópaði maðurinn og hljóp upp á loft. Blaðið Milwaukee Journal Sentinel hefur eftir eiginkonunni, að eiginmanni hennar hafi ekki þótt Bristol sérstakur dansari. 

Um 20 mínútum síðar kom maðurinn aftur niður, hlóð haglabyssu og skaut sjónvarpið. Hann heimtaði síðan að kona hans endurheimti tvær skammbyssur, sem höfðu verið fjarlægðar úr húsinu af öryggisástæðum.  

Blaðið segir, að maðurinn hafi tekið geðdeyfðarlyf vegna geðhvarfasýki um nokkurn tíma og fyrr um kvöldið hefði hann neytt áfengis.  Eiginkona hans óttaðist að hann myndi beita byssunni gegn henni, lagði á flótta og hringdi á lögregluna.

Bristol Palin er komin í úrslit keppninnar en sjónvarpsáhorfendur hafa kosið hana áfram þótt dómarar hafi ekki gefið henni háa einkunn fyrir danshæfileika. Hafa sumir áhorfendur haldið því fram, að Teboðshreyfingin svonefnda, sem metur móður hennar mikils, standi á bak við áhorfendakosninguna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant