Montaði sig af starfslokasamningi

Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar
Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar Reuters

Kona sem starfaði í banka og montaði sig á facebook af því að fá starfslokasamning þegar skoski bankinn RBS sagði upp fólki, var rekin þegar yfirmenn hennar sáu það sem hún hafði skrifaði. Bankinn neitar að greiða þau laun sem henni hafði áður verið heitið.

Kate Furlong, sem er 23 ára, skrifaði skilaboð á facebook nokkrum mínútum eftir að RBS tilkynnti að 3.500 manns yrði sagt upp störfum í september. Furlong skrifaði að þetta væru „bestu fréttir sem hún hefði fengið“ og að nú fengi hún „góðan starfslokasamning“.

Þegar yfirmenn hennar fréttu af skilaboðunum var hún rekin fyrir að brjóta trúnað og fyrir ámælisverða framkomu. Henni var neitað um starfslokasamninginn sem hljóðaði upp á 6.000 pund.

Furlong er afar ósátt við þessa niðurstöðu og ætlar að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Hún neitar því að hafa brotið trúnað og bendir á að búið hafi verið að upplýsa um uppsagnirnar. Með því að reka sig sé bankinn að reyna að komast hjá því að borga sér starfslokasamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson