Sólin einkavædd

Sólin hefur loks verið einkavædd.
Sólin hefur loks verið einkavædd.

Spænsk kona frá þorpi í Galisíuhéraði hefur tryggt sér eignarétt yfir sólinni. Hyggst hún rukka fyrir notkun hennar og gefa helming ágóðans til spænska ríkisins sem er í miklum fjárhagskröggum.

Skráði konan, Angeles Durán, sólina sem sína eign hjá lögbókanda. Sagði hún vefútgáfu spænska blaðsins El Mundo að þetta hefði hún gert í september eftir að hafa heyrt um bandarískan mann sem hafði skráð sjálfan sig sem eiganda tunglsins og flestra plánetnanna í sólkerfinu.

Alþjóðasamningar kveða á um að ekkert land get slegið eign sinni á plánetu eða stjörnu en þeir segja ekkert um einstaklinga sagði Durán.

„Það var ekkert vesen. Ég studdi kröfu mína á löglegan hátt. Ég er ekki heimsk, ég þekki lögin. Ég gerði þetta en hver sem er hefði getað gert það. Mér datt það bara fyrst í hug,“ sagði hún.

Skjalið sem lögbókandinn samþykkti lýsir því yfir að Durán sé „eigandi sólarinnar, stjörnu af tegundinni G2, staðsettri í miðju sólkerfisins að meðtali í um 149.600.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu“.

Durán, býr í bænum Salvaterra do Mino, sagði að hún vilji rukka alla þá sem nota sólina og að hún vilji gefa helming ágóðans til spænska ríkisins og 20% til lífeyrissjóða landsins.

Þá vill hún leggja 10% til rannsókna, önnur 10% til þess að binda enda á hungur í heiminum og halda 10% fyrir sjálfa sig.

„Það er tími til kominn að gera hlutina rétt. Ef það er hugmynd til um hvernig eigi að skapa tekjur og bæta efnahagsástandið og velferð fólks, hvers vegna ekki að framkvæma hana?“ spyr hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson