Völvan spáir umbrotaári

Völva tímaritsins Vikunnar birtir spá sína í dag og er óhætt að segja að hún spái umbrotaári 2011. Meðal annars spáir hún því að ríkisstjórnin springi, og einnig sú sem taki við og mikil bylting verði, óeirðir og læti, meðal annars vegna yfirgengilegrar skattheimtu.

Völvan spáir því að Jóhanna Sigurðardóttir hrökklist frá vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar og gífurleg sprenging verði innan þess flokks. Þá segist hún ekki verða hissa ef Guðmundur Steingrímsson tæki við formennsku í Framsóknarflokknum.

Þá segir Völvan að fram komi nýtt stjórnmálaafl sem verði meira rödd fólksins en aðrir flokkar. Hún segist ekki sjá fyrir sér enda Icesave-málsins og mikil hneykslismál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Fé finnist á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður.

Meðal einstaklinga, sem völvan segir að muni ganga vel á árinu eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur og leikarinn Gísli Örn Garðarsson. 

Eintóm leiðindi og vesen

Völvan fjallar um fjölmiðla og segist hún sjá þar eintóm leiðindi og vesen. Einhver blöð muni deyja. Segir völvan að stormur verði í kringum DV, ský sé yfir 365 og Fréttablaðið gæti sofnað. Morgunblaðið muni koma áfram út á þrjóskunni en Fréttatíminn eflist.

Þá segir völvan að hrikta muni í stoðum hjá Páli Magnússyni og Ara Edwald en mest lætin gætu orðið kringum Egil Helgason. Þá verði læti kringum Reyni Traustason en margar fjölmiðlakonur muni njóta velgengni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant