Háteigsskóli sigraði í Skrekk

Sigurvegar Skrekks í ár eru nemendur í Háteigsskóla
Sigurvegar Skrekks í ár eru nemendur í Háteigsskóla mbl.is/Golli

Háteigsskóli fór með sigur af hólmi í hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, Skrekk, sem lauk í kvöld í Borgarleikhúsinu. Atriði skólans nefnist Síðasta blómið.

Alls kepptu átta skólar á úrslitakvöldinu í þessari árlegu hæfileikakeppni. Um tólf hundruð unglingar tóku þátt í þeim sýningaratriðum sem kepptu til úrslita. 

Langholtsskóli hafnaði í öðru sæti með atriðið 100 manna þorp. Réttarholtsskóli hafnaði í þriðja sæti með atriðið Ástandið.

Undirbúningur hefur verið mikill og hafa margir unnið að sýningaratriðunum síðustu vikur, æft dansa, söng og saumað búninga.  

Skólarnir sem kepptu til úrslita í kvöld eru Árbæjarskóli, Háteigsskóli, Hólabrekkuskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Víkurskóli.

Facebook síða Skrekks

Sigurvegar Skrekks frá upphafi
1990 Breiðholtsskóli
1991 Árbæjarskóli
1992 Breiðholtsskóli
1993 Hagaskóli
1994 Vogaskóli
1995 Hagaskóli
1996 Hvassaleitisskóli
1997 Hagaskóli
1998 Hvassaleitisskóli
1999 Hagaskóli
2000 Hlíðaskóli
2001 Hagaskóli
2002 Hagaskóli
2003 Laugalækjarskóli
2004 Laugalækjarskóli
2005 Austurbæjarskóli
2006 Langholtsskóli
2007 Hlíðaskóli
2008 Austurbæjarskóli
2009 Laugalækjarskóli
2010 Seljaskóli

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson