Tilkynnt var í dag, að hljómsveitin Beach Boys muni koma saman á ný í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því hljómsveitin var stofnuð.
Samkvæmt tilkynningu, sem birtist á vef Beach Boys munu Brian Wilson, Mike Love og Al Jardine, sem allir voru í sveitinni þegar hún var stofnuð, halda í hljómleikaferð í apríl ásamt Bruce Johnston og David Marks, sem einnig hafa komið við sögu Beach Boys.
Beach Boys mun m.a. koma fram þegar Grammy-verðlaunin verða veitt, að sögn blaðsins Rolling Stone.
Einnig er von á plötu frá sveitinni en þeir félaga hafa verið í hljóðveri að undanförnu og tekið upp nokkur lög. Myndskeið frá þessum upptökum hefur verið birt á YouTube.