Kraumur úthlutar yfir 11 milljónum

Sóley Stefánsdóttir söngkona
Sóley Stefánsdóttir söngkona Árni Sæberg

Kraumur tónlistarsjóður kynnti í dag á Kex hosteli úthlutun til manna og verkefna sem eiga sér stað innanlands og erlendis árið 2012. Tæplega tíu milljónum króna er varið til 15 verkefna á sviði innrásar og útrásar íslenskrar tónlistar en einnig er stuðlað að námskeiðum og fræðslu. Sóley og Sólstafir fengu hæstu styrkina i þetta sinnið. Styrkirnir voru eftirfarandi:


Útrás (stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir. Samtals 5.400.000 kr).

Sóley Stefánsdóttir (Evróputúr og ýmsar tónleikahátíðir. 1.200.000 kr.). Sólstafir (tvær tónleikaferðir og rokkhátíðir. 1.000.000 kr.). Lay Low (tónleikaferð um Bandaríkin og
Kanada. 800.000 kr.). Of Monsters and Men (tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada. 800.000 kr.). Kammerkór Suðurlands (kynning á kórnum og tengdum verkum. 600.000 kr.). Dead Skeletons (tónleikar í Evrópu m.a. Hróarskelda. 500.000 kr.). Stafnbúi: Rímur (tónleikar í Þýskalandi með átta manna sveit. 500.000 kr. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen standa að baki Stafnbúum).

Innrás (stuðningur og samstarf við listamenn og tónlistarhátíðir við tónleikahald innanlands 2012. Samtals 4.000.000 kr).

Eistnaflug (Rokk í þyngri kantinum á Neskaupstað. 700.000 kr.). Mr. Silla og Snorri Helga (sjö tónleikar á sjö stöðum á sjö dögum. 700.000 kr.). Orgel Bróðir (tónleikar í ýmsum kirkjum. 600.000 kr.). Extreme Chill Festival (rafmögnuð tónlistarhátíð undir Jökli. 500.000 kr.). Podium Festival 2012 (klassísk kammermúsíkhátíð og námskeið. 500.000 kr.). Moses Hightower (innrás út á land næstkomandi haust 500.000 kr.). Við Djúpið (tónleikaröð og námskeið fyrir ungt fólk. 500.000 kr.).

Plötugerð og kynning (stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði lagasmíða, plötugerðar og kynningar samtals 400.000 kr).

Duo Harpverk (kynning og plötugerð. 400.000 kr.)

Eigin verkefni Kraums (samtals 3.100.000 kr).

Fræðsla og aðrir styrkir (ýmis verkefni. 1.000.000 kr.). Kraumslistinn 2012 (stuðningur og viðurkenning vegna íslenskrar plötuútgáfu. 900.000 kr.). Hljóðverssmiðjur 2012 (fræðsla, handleiðsla í samstarfi við Músíktilraunir. 800.000 kr.). Aldrei fór ég suður (námskeið og fræðsla öllum opin. 400.000 kr.).

Sólstafir.
Sólstafir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant