Stuðmenn snúa aftur

„Það er tiltölulega nýkomið til að við ákváðum þetta en tilefnið er að það eru 30 ár síðan við gerðum hina alræmdu mynd Með allt á hreinu. Okkur fannst gaman að fagna því, en myndin hafði náttúrulega gífurleg áhrif á líf okkar allra. Hún breytti mörgu í okkar tilveru,“ segir Stuðmaðurinn Egill Ólafsson. Stuðmenn munu fagna þessum tímamótum með STÓR-tónleikum í Hörpu þann 5. október, en seinast kom þessi annálaða framlína hljómsveitarinnar saman fram á tónleikum árið 1987 ef frá eru taldir afmælistónleikar Valgeirs Guðjónssonar í upphafi ársins 2012.

„Fannst hún alveg hræðileg“

Kvikmyndin Með allt á hreinu kom út 1982 og hafa margir viljað halda því fram að sú kvikmynd sé vinsælasta íslenska kvikmynd allra tíma. Í henni komu ekki aðeins fram Stuðmennirnir sem leikarar og tónlistarmenn heldur einnig hljómsveitin Grýlurnar, sem gekk undir nafninu Gærurnar í myndinni en í henni var Ragnhildur Gísladóttir sem seinna gekk svo til liðs við Stuðmenn. „Við fengum innan við 10% styrk til þess að framleiða myndina. Við settum allt það sem við áttum, og áttum ekki, í verkefnið en um það leyti vorum við líka allir á leiðinni að verða fjölskyldumenn,“ segir Egill. „Þegar ég hugsa til baka þá var þetta í allt svolítið geggjað.“

„Kvikmyndir eiga það til að vera svolítill bútasaumur þannig að við vissum ekki við hverju við máttum búast,“ segir Valgeir Guðjónsson og bætir við að tökur á myndinni hafi að mestu leyti farið fram í tvennu lagi, Grýlurnar og Stuðmenn. „Mér fannst hún alveg hræðileg, svakaleg. Ég áttaði mig allavegana ekki á að þarna væri vinsælasta mynd Íslands í uppsiglingu,“ segir Valgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson