„Ég lét þau óttast um líf sitt“

Hér sést hvernig framkvæmdastjórinn sá sér leik á borði og …
Hér sést hvernig framkvæmdastjórinn sá sér leik á borði og stakk vænum peningabunka undir borð á meðan þjófurinn lét gesti afhenda sér veski sín og rak þau á gólfið. Skjáskot af YouTube myndbandinu.

Segja má að þjófurinn sem ruddist inn á McDonalds veitingastað í úthverfi Melbourne í Ástralíu hafi ekki riðið feitum hesti frá þeirri ránstilraun. Eftir að hafa ógnað viðskiptavinum og fyrirskipað starfsmanni að opna sjóðsvélina og afhenda sér það sem í henni var láðist honum að gæta sín á umhverfinu þegar peningagræðgin tók völdin.

Þegar hann fór að setja peningana í poka sem hann hafði meðferðis leit hann af byssunni sem hann hafði meðferðis og beygði sig niður með þeim afleiðingum að einn gesturinn sá sér leik á borði og stökk aftan að honum og keyrði hann niður í gólf á meðan starfsmaðurinn tók byssuna sem hann hafði meðferðis traustataki. Nærstaddir gestir og starfsmenn aðstoðuðu svo hinn hugrakka gest við að yfirbuga þjófinn.

Hinn 20 ára Tyler Forsyth, sem framdi þessa misheppnuðu ránstilraun í nóvember síðastliðnum, lýsti sig sekan fyrir dómi um að hafa haft undir höndum óskráð vopn og fyrir tilraun til vopnaðs ráns. Þetta kemur fram í dagblaðinu Herald Sun og Sky-fréttastofan breska greinir frá.

Á meðfylgjandi myndbandi úr eftirlitsmyndavél staðarins sést þegar Forsyth kemur inn á veitingastaðinn vopnaður afsöguðum herriffli sem var óhlaðinn eftir því sem fram kom í dómssalnum.

Verslunarstjóri staðarins og tveir viðskiptavinir óttuðust um líf sitt þegar hinn grímuklæddi þjófur ógnaði þeim með rifflinum.

Þegar hann þvingaði viðskiptavinina til að leggjast á gólfið lét hann þá afhenda sér veski sín á meðan verslunarstjórinn var að opna sjóðsvélina. Í henni voru um 700 ástralskir dalir, andvirði um 84.000 íslenskra króna.

Herald Sun greinir frá því að Forsyth verði áfram í gæsluvarðhaldi þangað til mál hans verður tekið fyrir á ný.

Fyrir dómi baðst hann afsökunar á athæfi sínu. Hann sagði lögreglu að þrír menn hefðu fyrirskipað sér að ræna staðinn þar sem hann skuldaði þeim andvirði um 80 þúsund íslenskra króna.

„Mér líður eins og asna,“ sagði hann í yfirheyrslu hjá lögreglu. „Ég setti annað fólk í aðstæður sem ég hefði ekki sjálfur viljað lenda í. Ég lét þau óttast um líf sitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir