Ástfangin af Eyþóri við fyrstu sýn

Ljóshærður víkingur eða skeggjaður gaur. Eyþór Ingi í myndbandinu með …
Ljóshærður víkingur eða skeggjaður gaur. Eyþór Ingi í myndbandinu með íslenska laginu.

„Ég varð ástfangin af Eyþóri við fyrstu sýn,“ sagði sjónvarpskonan Ingeborg Heldal í þætti norska ríkissjónvarpsins NRK þar sem farið var yfir keppnislögin í Eurovision söngvakeppninni í Malmö.

„Þetta er minn maður árið 2013,“ hélt hún áfram. „Sá flottasti í keppninni í ár,“ bætti Jenny Skavlan, þáttastjórnandi, við.

Sjónvarpskonan Vivi Stenberg var sammála og sagði að stór, ljóshærður víkingur, sem syngi um að hann ætti líf, muni slá í gegn í keppninni. „Og svo kemur hann úr sjómannsfjölskyldu,“ bætti hún við. „Þegar fiskur er flakaður fell ég kylliflöt.“

Söngkonan Elisabeth Andreassen, sem vann Eurovision fyrir nokkrum áratugum með laginu  La det swinge sagðist hafa hlegið krampahlátri yfir myndbandinu og lýsti þeirri skoðun, að Eyþór ætti frekar að syngja kraftmikið rokklag.  Didrik Solli-Tangen, sem keppti fyrir hönd Noregs fyrir þremur árum, sagðist heldur ekki hafa skilið neitt í myndbandinu en lagið væri frábært. Leikaranum Ronny Brede þótti hins vegar lítið koma til Eyþórs og lagsins og Trommuleikarinn Tarjei Strøm spurði hvað væri að gerast. „1985: Bettan og Bobbysocks vinna Eurovison. Pallíettur og dans, La det swinge. 2013: Skeggjaður náungi stendur og slægir fisk! Viljum við það?“ spurði Strøm, sem gaf íslenska laginu 3 stig en konurnar allar og Solle-Tangen gáfu því 8 stig. Brede gaf því 5 stig.

Hægt er að skoða þáttinn hér. Umfjöllunin um íslenska lagið hefst þegar 21 mínúta og 23 sekúndur eru liðnar af þættinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir