Þær eru ýmsar konunglegu hefðirnar sem tíðkast við fæðingu nýs ríkisarfa. Ein er sú að skjóta úr fallbyssum með mikilli viðhöfn, líkt og hið konunglega stórskotalið gerði í gær eftir heiðursreið á hestbaki fram hjá Buckingham höll.
Hermenn í viðhafnarklæðum riðu á 71 hesti sem fluttu 6 fallbyssur úr fyrri heimsstyrjöld frá Wellington Barracks, framhjá Buckingham höll yfir í Green Park.
Samtals var 41 púðurskotum skotið með 10 sekúndna millibili í garðinum. Stuttu síðar fór samskonar athöfn fram við Tower of London þar sem 62 púðurskotum var skotið.
Fjöldi fólks fylgdist með fallbyssuskotunum í gær og tók þannig þátt í að heiðra litla prinsinn. Það lét vel af þessari konunglegu hefð, þótt sumum hafi þótt heldur mikill hávaði í byssunum.