Leggja ekki íbúð að veði aftur

Hljómsveitin Árstíðir. Nýlega fækkaði hljómsveitarmeðlimum um tvo og standa þá …
Hljómsveitin Árstíðir. Nýlega fækkaði hljómsveitarmeðlimum um tvo og standa þá fjórir efitr. Photo by Matthew Eisman

Hljómsveitin Árstíðir ætlar sér að fara heldur óvenjulegar leiðir við fjármögnun á næstu plötu. Mun hún sækja sér styrki í gengum vefsíðuna Kickstarter, þar sem aðdáendum hljómsveitarinnar gefst kostur á að leggja henni lið með peningaframlagi.

Að sögn Ragnars Ólafssonar, eins meðlima hljómsveitarinnar, er markið sett á 20 þúsund dollara, eða því sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna.

Semja lag fyrir veglegan styrk 

Kickstarter er vefsíða sem gefur listamönnum tækifæri á að stofna verkefni sem fólki gefst færi á að styrkja. Í staðinn fá aðdáendur ýmsa muni frá listamönnunum. „Fólk fær plötuna þegar hún verður tilbúin. Við sérhönnum boli, hettupeysur og bók með gripum úr lögum okkar. Svo ef fólk vill leggja okkur til mikinn pening til þá bjóðumst við til þess að semja lag fyrir það,“ segir Ragnar.

Lánin að sliga hljómsveitina

Styrksöfnunin hefst á Kickstarter á næstu dögum. Að sögn Ragnars er gagnsæi í fyrirrúmi. Þannig er hver kostnaðarliður nákvæmlega tilgreindur áður en söfnunin hefst.

Árstíðir hafa til þessa ekki notast við útgáfufélag til þess að gefa út fyrri tvær plötur sínar. „Þegar við gerðum síðustu plötu okkar þá tókum við lán og settum íbúð eins hljómsveitarmeðlims að veði. Það tók okkur þrjú ár að greiða lánið upp og það var aðeins að sliga bandið, en gekk upp að lokum sem betur fer,“ segir Ragnar.

Nú vonast Ragnar eftir því að með þessari fjármögnunarleið gefist hljómsvetinni færi á því að fara í fleiri tónleikaferðalög í stað þess að greiða af lánum og leigu á æfingahúsnæði.

Heyr himna smiður opnaði dyr 

Hann telur að netið opni möguleika fyrir hljómsveitir til þess að koma sér á framfæri. „Á Youtube birtist útgáfa af Heyr himna smiður sem við sungum. Það myndband fékk mikla dreifingu og í kjölfarið seldum við svolítið af lögum á Itunes. Eins og netheimurinn er í dag þá geta bönd gert þetta sjálf og milliliðalaust," segir Ragnar. Hann segir þó að hljómsveitin muni að sjálfsögðu skoða öll tilboð sem berist frá útgáfufélögum.

Hér má sjá Heyr himna smiður í flutningi Árstíða á lestarstöð í Þýskalandi. 

Heimasíða hljómsveitarinnar

Uppfært 24. apríl:
Styrksöfnunin hófst á Kickstarter í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson