Mynd af Skálmöld ein heitasta „live“ myndin

Nú hefur vefsíða tímaritsins Rolling Stone birt lista yfir þær tónleikamyndir sem taldar eru hafa skarað frammúr á fyrstu mánuðum ársins 2014. Eru myndirnar 73 talsins og vekur það athygli að tvær þessara mynda eru teknar hér á landi. Eru þær teknar í Borgarleikhúsinu og Hörpu, en myndirnar eru báðar teknar af ljósmyndaranum Matthew Eisman sem starfar sem ljósmyndari bæði í New York borg og í Reykjavík. 

Mynd Eisman frá tónleikum Skálmaldar í Borgarleikhúsinu 23. apríl síðastliðinn birtist snemma á listanum og sýnir hún gítarleikara sveitarinnar í miklum ham.

Seinni myndin sem tekin er hér á landi er frá tónleikunum Stopp! Gætum garðsins sem fóru fram í Hörpu þann 18. mars síðastliðinn. Myndin sýnir söngkonuna Patti Smith en hún var ein þeirra fjölmörgu listamanna sem fram komu í Hörpu það kvöld.

Fleiri tónlistarmenn sem birtast á listanum eru Boy Gueorge, Kings of Leon og Shakira.

Hér má sjá lista Rolling Stone í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka