Bresk kona tekur við Citroen

Hin breska Linda Jackson tekur við forstjórastarfi Citroen í Frakklandi …
Hin breska Linda Jackson tekur við forstjórastarfi Citroen í Frakklandi 1. júní.

Bresk kona,  Linda Jackson,  hefur verið sett yfir franska bílsmiðinn Citroen en hún tekur við af núverandi forstjóra, Frederic Banzet, um næstu mánaðarmót, 1. júní.

Jackson er 55 ára og hefur starfað á hinum margvíslegustu sviðum í bílaiðnaðinum í rúm 35 ár.
Meðal annars var hún um skeið fjármálastjóri Rover í Frakklandi og einnig hjá Citroen. Undanfarin misseri hefur hún veitt Citroen í Bretlandi og Írlandi forstöðu.

Jackson er fyrsta konan sem stýrir Citroenfyrirtækinu í sögu þess og þriðja konan til að taka við forstjórastarfi hjá alþjóðlegu bílsmíðafyrirtæki. Annette Winkler hefur verið forstjóri Smart frá 2010 og Mary Barra forstjóri General Motors frá 15. janúar sl.

Skipan Jackson yfir Citroen er liður í mikilli uppstokkun í yfirstjórn PSA Peugeot-Citroen, öðrum stærsta bílsmið Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka