Börnin fá engan arf

Philip Seymour Hoffman.
Philip Seymour Hoffman. mbl.is/Wikipedia

Börn Philips Seymours Hoffmans fá lítið sem ekkert eftir föður sinn, að því er dagblaðið New York Post greinir frá.

Leikarinn lést vegna ofneyslu heróíns í febrúar á þessu ári, aðeins 46 ára að aldri, en hann er sagður hafa tjáð bókara sínum að börnin ættu ekki að erfa neitt eftir hann.

Hann vildi að sögn ekki að börnin lifðu á arfleifð hans.

Philip Seymour Hoffman eignaðist þrjú börn með Mimi O'Donnell; Cooper, tíu ára, Tallulah, sjö ára, og Willu, fimm ára.

Samkvæmt réttarskýrslum fá börnin ekki arf eftir föður sinn en leikarinn gerði erfðaskrá árið 2004 þar sem hann bað um að allir peningar sínir rynnu til kærustu sinnar, Mimi O'Donnell. Hann treysti kærustu sinni til að sjá um börnin í framtíðinni ef eitthvað henti hann.

Eignir hans eru taldar nema um 35 milljónum bandaríkjadollara eða um fjórum milljörðum íslenskra króna.

O'Donnell og Seymour Hoffman hittust árið 1999 og áttu sameiginlega bankareikninga frá því þau hófu samband. Leikarinn trúði ekki á hjónaband og gifti sig þess vegna ekki en bað þess í erfðaskrá sinni að peningar hans myndu renna til O'Donnell.

Í erðaskránni er einnig undarleg ósk leikarans um að sonur hans, Cooper, verði alinn upp og búi í nálægð við Manhattan eða Chicago, Illinois eða San Francisco í Kaliforníu.

Einnig stóð í erfðaskránni að ástæða þessarar bónar væri sú að hann óskaði þess að sonur hans upplifði menningu, listir og arkitektúr þessara borga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler