„Hún kemur í heimsókn alltaf þegar Hillary er ekki heima. Stundum dvelur hún í örfáa klukkutíma og stundum í allt að viku.“ Svona er Julie McMahon lýst í nýrri bók eftir Ronald Kessler, sem fjallar um störf lífvarðasveita forseta Bandaríkjanna. Bókin ber heitið The First Family Detail: Secret Service Agents Reveal The Hidden Lives Of Presidents og kemur út í vikunni. Kaflar úr bókinni hafa þó þegar lekið út.
McMahon er í bókinni sögð vera ástkona Bills Clintons til þrettán ára. Í mörg ár hefur sú saga flogið að þessi þriggja barna móðir eigi í ástarsambandi við Clinton en hún býr í næsta nágrenni við forsetann fyrrverandi í New York. Hún er dóttir Joel Taubers, milljarðamærings sem hefur í gegnum tíðina stutt fjárhagslega við Demókrataflokkinn.
Hún á að hafa kynnst Clinton árið 1998 þegar hann var enn forseti og þau fundu strax tóninn. Á þeim tíma hafði hún skilið við fyrrum eiginmann sinn, John McMahon, yfirmann hjá Goldman Sachs bankanum.
Í bókinni kemur fram að öryggisverðir Clintons vita ekki hver konan er, en þeir hafa fengið skýr skilaboð um að hleypa henni inn án þess að stöðva hana. Hún hefur þó alltaf komið vingjarnlega fram við þá.
Önnur nöfn eru nefnd til sögunnar sem ástkonur Clintons, meðal annars leikkonan Gina Gershon.
Sjá frétt The Daily Mail