Sendu hvort öðru ástarbréf

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. mbl.is/AFP

Brad Pitt og Angelina Jolie skiptust á ástarbréfum þegar þau þurftu að sinna leikhlutverkum í sitt hvorum hluta heimsins, að því er tímaritið Australia‘s TV Week greinir frá.

Þegar Jolie og Pitt neyddust til að vera í burtu frá hvort öðru vegna leikhlutverka ákvaðu þau að halda ástinni heitri með því að senda hvort öðru ástarbréf.

Jolie eyddi þremur mánuðum í að leikstýra kvikmynd sinni Unbroken sem fjallar um seinni heimsstyrjandar stríðshetjuna Louis Zamperini en tökur kvikmyndarinnar fóru fram í Ástralíu en Brad Pitt var á þeim tíma í tökum fyrir kvikmyndina Fury sem tekin var upp í London.

Þegar þau skrifuðu bréfin ímynduðu þau sér að Pitt væri hluti af evrópsku leikhúsi og Jolie væri hluti af leikhúsi við Kyrrahafið og þau hafi verið uppi á þeim tíma sem fólk þurfti að vera aðskilið í marga mánuði eða jafnvel mörg ár.

Þá handskrifuðu þau bréf til hvors annars sem Jolie segir að hafi verið mjög rómantískt.

Parið mun hugsanlega ekki þurfa að vinna mikið í sitt hvorum hluta heimsins í náinni framtíð en nýlega staðfesti Jolie að hún ætli að taka að sér minni vinnu í framtíðinni og einbeita sér að fjölskyldu sinni og mannúðarmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson