Cumberbatch bæði tígur og dreki

Benedict Cumberbatch
Benedict Cumberbatch AFP

Röddin í Benedict Cumberbatch hefur hrifið marga enda bæði djúp og seiðandi. Þótt aðdáendur hans fái ekki að sjá hann geta þeir því notið þess að hlusta á hann í hlutverkum bæði tígridýrs og dreka.

Cumberbatch mun ljá tígrinum ógurlega Shera Khan rödd sína í nýrri kvikmyndin sem byggir á Skógarbókinni (e. Jungle Book) eftir Rudyard Kipling, um skógardrenginn Móglí. Hann fyrsti leikarinn sem ráðinn er við gerð myndarinnar, sem Warner Bros framleiðir, en það er Andy Serkis sem leikstýrir. Sá er best þekktur fyrir túlkun hans á Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong.

Svo vill reyndar til að unnið er að annarri gerð Frumskógarbókarinnar í Disney verksmiðjunni og þar verður rödd Shera Khan ekki síðri, því leikarinn Idris Elba mun túlka tígrisdýrið í myndinni sem verður hvort tveggja leikin og teiknuð. BBC segir frá þessu.

Shera Khan mun ekki birtast á hvíta tjaldinu í túlkun Cumberbatch fyrr en í október 2015, en í millitíðinni munu aðdáendur hans geta hlýtt á rödd hans í næstu mynd um Hobbitann, þar sem hann mun sem fyrr ljá drekanum Smeygni rödd sína.

Benedict Cumberbatch ásamt Andy Serkis sem er best þekktur sem …
Benedict Cumberbatch ásamt Andy Serkis sem er best þekktur sem Gollum, en mun leikstýra nýrri kvikmynd byggðri á Frumskógarbókinni (e. Jungle Book). AFP
Breski leikarinn Idris Elba mun einnig ljá tígrinum Sherah Khan …
Breski leikarinn Idris Elba mun einnig ljá tígrinum Sherah Khan rödd sína í kvikmynd um Frumskógarbókina. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler