Setur þekkt kennileiti í annan búning

Grótta með augum Elsu.
Grótta með augum Elsu.

„Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði út frá sýningu sem ég hélt á Eiðisskeri á HönnunarMars, en þar tók ég fyrir nokkur kennileiti af Seltjarnarnesi og setti i nýjan búning. Þeir hjá Mokka voru svo áhugasamir að fá mig til að sýna hjá sér líka – og þá var náttúrlega vel við hæfi að vinna með Reykjavík,“ segir Elsa Nielsen sem opnaði nýlega sýningu á Mokka en sýningin er hennar 10. einkasýning. 

Á sýningunni brýtur hún allrækilega upp umhverfið og setur nokkur þekkt kennileiti í nýjan búning.

„Á sýningunni mái ég út mörk hins raunverulega og hins óraunverulega með stafrænni tækni þar sem mörgum ljósmyndum er skeytt saman í eina heild,“ segir Elsa og lætur ímyndunaraflið ráða för.

Elsa stofnaði á dögunum eigin hönnunarstofu, Nielsen hönnunarstofu, og á laugardaginn kemur út önnur barnabók hennar og Jónu Valborgar Árnadóttur, Knúsbókin. Bókin er sjálfstætt framhald Brosbókarinnar sem vakti mikla athygli í fyrra og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013. Eins og fyrr er Jóna Valborg höfundur hugmyndar og texta en Elsa á heiðurinn af hönnun og myndskreytingum.

Viðey.
Viðey.
Perlan.
Perlan.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson