Dolores Umbridge byggð á raunverulegri persónu

Dolores Umbridge.
Dolores Umbridge.

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, hefur gefið út að Dolores Umbridge, ein af illkvittnari persónum bókanna um Potter, sé byggð á persónu úr lífi Rowling.

Í færslu sem Rowling skrifaði á vefsíðuna Pottermore segir hún meðal annars að Voldemort sé ekki sú persóna sem henni sé verst við í sögunum, heldur illmennið Dolores Umbridge, sem kenndi á tímabili varnir gegn myrku öflunum í Hogwart-skóla.

Umbridge var auk þess möppudýr í galdramálaráðuneytinu, þar sem hún sá meðal annars um skráningu blóðníðinga, þeirra sem ekki töldust blóðhreinir galdramenn samkvæmt fræðum Voldemort.

Rowling lætur þó skiljanlega vera að gefa upp hver þessi persóna er, en gefur upp að hún sé kona. Hún segir að sér hafi verið svo kalt til umræddrar persónu að henni hefði kólnað við það eitt að sjá viðkomandi, sem hafi endurgoldið hatrið.

Aðdáendum Harrys Potters kemur þessi uppljóstrum sennilega ekkert sérstaklega á óvart, því þó svo að Voldemort hafi verið drifkrafturinn að baki myrku öflunum í Potterheimum var Umbridge miklu nær Harry Potter í mun lengri tíma og olli honum miklum kvölum.

Frétt The Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant