Erlendur snýr aftur

Kamp Knox er átjánda skáldsaga Arnaldar.
Kamp Knox er átjánda skáldsaga Arnaldar.

Nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Kamp Knox, kemur út á morgun, 1. nóvember. Þetta er átjánda bók Arnaldar, en skáldsögur rithöfundarins hafa notið mikilla vinsælda undanfarin 15 ár.

Flestar sögur Arnaldar fjalla um glæparannsóknir lögreglumanna sem starfa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fer Erlendur Sveinsson fremstur í flokki.

Sagan gerist árið 1979 þegar Erlendur er nýlega byrjaður í rannsóknarlögreglunni. Gömul mál sem flestir hafa gleymt láta hann ekki friði.

Bækur Arnaldar eru lesnar úti í hinum stóra heimi þar sem þær fá góðar viðtökur. Bækur hans hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og hafa selst í yfir tíu milljónum eintaka. Þá hefur hann hlotið fjölmörg verðlaun, m.a. spænsku bókmenntaverðlaunin Premio RBA de Novela Negra. Verðlaunin hlaut hann fyrir seinustu bók sína, Skuggasund

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. mbl.is/Einar Falur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant