„Þú nauðgaðir konum, Bill Cosby“

Bill Cosby
Bill Cosby

Hætt hefur verið við þátt sem leikarinn og grínistinn Bill Cosby átti að koma fram í eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi af hans hálfu hafa komið upp á yfirborðið. Cosby átti að mæta í spjallþátt til Queen Latifah en nú hefur þátturinn verið flautaður af. 

Cos­by hef­ur verið ásakaður um að nauðga að minnsta kosti 13 kon­um í gegn­um tíðina, en á mánudag steig ein þeirra fram í opinskáu viðtali við Daily Mail og talaði um of­beldið. Kon­an, sem heit­ir Barbara Bowm­an, seg­ir Cos­by hafa nauðgað sér ít­rekað á gróf­an hátt þegar hún var ung­ling­ur. 

Áður hafði Bowman sagt sögu sína í viðtali við Newsweek í febrúar. Cosby hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar, en talsmaður hans tjáði sig í kjölfar viðtalsins í Newsweek. „Þetta er 10 ára gömul ásökun sem reyndist enginn fótur fyrir á þeim tíma og er ekki enn,“ sagði hann.

13 konur sökuðu Cosby um kynferðislegt ofbeldi

Cosby hefur aldrei verið ákærður fyrir kynferðisbrot en hann hefur þó verið lögsóttur.

Árið 2005 ásakaði kona að nafni Andrea Constand Cosby um kynferðisofbeldi. Hún hafði hitt hann árinu áður og sagði hann þá hafa gefið sér náttúrulyf gegn kvíða sem reyndust svo vera eiturlyf. Þá hafi hann beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Constand leitaði til yfirvalda í Kanada þar sem hún bjó og þá hófst rannsókn á málinu. Lögmaður Cosbys sagði ásakanirnar „algjörlega fáránlegar“.

Cosby þvertók fyrir ásakanirnar og sagði samræði sem þau hefðu haft hafa verið með samþykki beggja aðila. Síðar var rannsókninni hætt þar sem ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að Cosby hefði beitt Constand ofbeldi.

Constand lögsótti Cosby í kjölfarið og fór fram á skaðabætur. Hún fékk undirskriftir alls 13 kvenna sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Loks náðist samkomulag í málinu, en Constand sagðist ekki sátt við niðurstöðuna, sem aldrei var birt.

Eftir það steig önnur kona, Tamara Green, fram og ásakaði Cosby um nauðgun. Á ný þvertók lögmaður Cosbys fyrir ásakanirnar og sagði Cosby ekki þekkja neina konu með þessu nafni. Eftir það hafa enn fleiri konur stigið fram, og nú síðast Bowman. 

Grínisti hefur vakið athygli á ásökununum

Grínistinn Hannibal Buress hefur vakið athygli á ásökununum á hendur Cosby, í nýlegu uppistandi sem hann hefur flutt upp á síðkastið. „Hann mætir bara í sjónvarpið [og segir:] „Hysjið upp um ykkur buxurnar, svart fólk. Ég var í sjónvarpinu á níunda áratugnum. Ég get talað niður til ykkar því ég var í vinsælum sjónvarpsþætti.“ Já, en þú nauðgaðir konum, Bill Cosby. Og þar með fellurðu niður um nokkur þrep.“

Í ítarlegri umfjöllun

<a href="http://www.washingtonpost.com/news/morning-mix/wp/2014/10/31/after-jian-ghomeshi-is-the-world-finally-starting-to-turn-against-bill-cosby/?tid=hp_mm">Washington Post</a>

um málið segir að Buress sé fullkomið dæmi um það að karlmönnum sé frekar trúað en konum. Það hafi ekki verið nóg að 13 konur ásökuðu Cosby um að byrla þeim eiturlyf og nauðga þeim, heldur þurfti frægur maður, Buress, að benda opinberlega á brotin svo þau kæmust upp á yfirborðið. Þá hafi ásakanirnar þegar verið til á netinu þegar Latifah bókaði hann í þáttinn, en það hefði tekið Buress til svo hætt yrði við þáttinn.

Ekki fjallað um ásakanirnar í ævisögu Cosbys

Rithöfundurinn Mark Whitaker gaf nýlega út ævisögu Cosbys, en þar var hvergi fjallað um nauðganaásakanirnar. Whitaker hefur tjáð sig um málið og sagt það ekki hafa verið viðeigandi í bókina að skrifa um mál sem aldrei fór fyrir dóm. 

„Það sem ég hugsaði með mér var að ég væri í þeirri stöðu að fólk segði eitthvað og Cosby neitaði því. Ekki aðeins sem rithöfundur, heldur sem höfundur ævisögu hans, og ef fólk spyrði mig „hver er sannleikurinn? Hvað heldur þú?“ þá væri ég í þeirri stöðu að segja „ég veit það ekki“ og það fannst mér óþægilegt.“

Segir Bill Cosby hafa nauðgað sér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler