Tyson beittur kynferðisofbeldi sem barn

Mike Tyson.
Mike Tyson. Steve Marcus

Fyrrverandi hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann lenti í þegar hann var barn. Hann segir eldri mann hafa gripið hann af götunni þegar hann var aðeins 7 ára gamall og misnotað hann.

Tyson kom fram í breska útvarpsþættinum The Opie and Jimmy Show í vikunni og sagði frá reynslu sinni, sem átti sér stað fyrir um 40 árum síðan.

„Hann stríddi mér og beitti mig kynferðislegu ofbeldi... greip mig af götunni. Ég var lítill krakki. Aldrei séð hann aftur,“ sagði Tyson í viðtalinu. Hann segist þó ekki hafa leitað til lögreglu eftir atvikið, sem átti sér stað einu sinni. 

Þá sagðist Tyson ekki viss um það hvort hann hefði orðið fyrir andlegum skaða vegna atviksins, en sagði: „ég er ekki vandræðalegur og skammast mín ekki fyrir neitt.“

Kunn­ugt er að Tyson var dæmd­ur fyr­ir nauðgun árið 1992, og sat hann í fangelsi í þrjú ár fyrir brotið. Hann hefur þó aldrei gengist við glæpnum.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler