Beraði bossann í Hvalfirðinum

Myndbandið er að mestum hluta tekið upp í Hvalfirðinum.
Myndbandið er að mestum hluta tekið upp í Hvalfirðinum. Skjáskot úr myndbandi sveitarinnar.

Íslenska rokkhljómsveitin Wago frumsýnir í dag tónlistarmyndband við lag sitt All fades. Myndbandið er að mestu leyti tekið upp í Hvalfirðinum.

Lagið er að finna á nýútkominni plötu sveitarinnar Fear of Heights sem dreift var í verslanir í gær. Þetta er fyrsta platan sem Wago sendir frá sér.

Hljómsveitin er tiltölulega nýkomin fram á sjónarsviðið. Meðlimir hljómsveitarinnar komu saman árið 2013 og hafa síðan unnið að því að semja lög og undirbúa sína fyrstu plötu.

Undanfarna mánuði hefur sveitin unnið höfðum höndum að upptökum fyrir plötuna og má nú hlýða á afraksturinn.

Í tónlistarmyndbandinu, sem tekið var upp í sumar, fær falleg náttúra Hvalfjarðarins að njóta sín en þar er Símon Jóhannnesson, söngvari sveitarinnar, í aðalhlutverki. Hann hefur för sína í eyðibýli á Vogum á Vatnsleysuströnd, gengur síðan um grænar slóðir Hvalfjarðar og stekkur að lokum nakinn í sjóinn.

Hljómsveitin stendur saman af þeim Birki Barnasyni hljómborðsleikara, Elíasi Bjarnasyni gítarleikara, Gylfa Braga Guðlaugssyni bassaleikara, Markúsi Bjarnasyni sem spilar á gítar og syngur bakraddir, Símoni Geir Geirssyni trommara og Símoni, söngvara sveitarinnar.

Wago spilar í fyrsta skipti opinberlega á Off-Venue dagskrá Iceland Airwaves og kemur hljómsveitin fram alls níu sinnum yfir hátíðina. Dagskrána má nálgast á Facebook-síðu sveitarinnar. 

Hægt verður að kaupa plötuna á sérstöku kynningartilboði á Airwaves. Félagarnir stefna svo að halda útgáfutónleika áður en langt um líður.

Hér má sjá tónlistarmyndband sveitarinnar við lagið All fades:

v

Plötunni Fear of Heights var dreift í verslanir í gær.
Plötunni Fear of Heights var dreift í verslanir í gær. Wago
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson