Stebbi Hilmars er glósuhetja HÍ

Stefáni Hilmarssyni er ýmislegt til lista lagt.
Stefáni Hilmarssyni er ýmislegt til lista lagt. mbl.is/Styrmir Kári

Þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson sé best þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns býr hann að annars konar frægð innan Háskóla Íslands samkvæmt Stúdentablaðinu.

Í grein í 2. tölublaði Stúdentablaðsins þetta skólaárið kemur fram að Stefán Hilmarsson skipar sérstakt sæti í hjörtum nemenda í félagsfræðiáfanganum FÉL102 þar sem hinar svokölluðu Stebbaglósur skipa njóta mikilla vinsælda.

Stefán skrifaði glósurnar árið 2002. Í viðtali í blaðinu segir hann það hreint ekki hafa verið markmið sitt að verða glósuhetja en viðurkennir þó að hafa heyrt af  ferðalagi glósanna manna á milli.

 „Á sínum tíma lagði ég mikið uppúr því að mæta á fyrirlestra og glósa vel í þeim fögum sem eru glósuhæf, en almenna félagsfræðin var eitt þeirra faga, enda mikið til sagnfræði. Ég hafði á þessum tíma frekar lítinn tíma til að liggja yfir bókunum. Minnisstætt er til dæmis þegar Sálin lék nokkra tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni er ég var í náminu. Þá sat ég aðferðarfræðifyrirlestra í Háskólabíó fyrir hádegi og æfði með Sinfó í sama sal eftir hádegi. Um sama leyti var yngri sonurinn hvítvoðungur, þannig að námstíminn var helst til knappur. Af þessum sökum vann ég glósuvinnuna býsna vel, enda vissi ég að ég þyrfti að byggja mikið á þeim. Ég deildi síðan glósunum með völdum samnemendum og svo fóru þær á flakk, eins og gengur. Ekki átti ég von á því að þetta gengi síðan ár eftir ár,“ segir Stefán.

Stefán segist ekki hafa verið fyrirmyndarnemandi þó svo að hann hafi komist sæmilega frá flestum prófum. Hann segir að agi sé lykilatriði þegar kemur að námsárangri og að agi og áhugasemi muni fleyta manni langleiðina.

Í viðtalinu er einnig Stefán einnig spurður út í lagið „Orginal“ sem mörgum félagsfræðinemum hefur þótt mega túlka á félagsfræðilega vegu. Stefán upplýsir að textinn sé raunar ekki eftir hann heldur Friðrik Sturluson og fjalli um klónun kindarinnar Dollý.

„Textinn er því mun frekar líffræðilegur, en félagsfræðilegur, þótt heimfæra megi hann á báða vegu,“ segir Stefán.

Stúdentablaðið kemur út í kvöld og verður því fagnað með útgáfuteiti í Stúdentakjallaranum klukkan 21. Hægt verður að nálgast eintök af Stúdentablaðinu í byggingum Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler