Fékk 30 milljón afmæliskort

Manuel Parisseaux fékk nóg af afmæliskortum.
Manuel Parisseaux fékk nóg af afmæliskortum.

Franskur maður með Downs-heilkenni fékk um 30 milljón afmæliskort á 30 ára afmælinu. Móðir hans sendi út beiðni á facebook um að sonur hennar fengi afmæliskort frá sem flestum heimshornum.

Manuel Parisseaux átti afmæli í gær. Afmæliskortin eru orðin svo mörg að hann þurfti að fá bílskúr nágranna síns lánaðan til að geta geymt þau.

Jacqueline Parisseaux, móðir Manuels, segist ekki hafa búist við svona svakalegum viðbrögðum. Hún segir að sonur sinn hafi tárast þegar hann sá kortin streyma að.

Beiðnin frá Jacqueline á facebook var á þessa leið: „Sonur minn, Manuel, verður þrítugur 22. nóvember. Hann er með Downs-heilkennið. Ég skrifa til að biðja þig að taka frá nokkrar mínútur til að senda honum lítið lítið kort. Sendu þessi skilaboð á vin þinn. Þakka þér fyrir vinsemdina. Hún á eftir að gleðja Manuel.“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fyrst komu nokkur hundruð bréf, en fljótlega var pósturinn farinn að koma á flutningabíl með bréfin. Talið er að bréfinu sem Jacqueline skrifaði hafi verið deilt á facebook 120 þúsund sinnum. Bréfin komu hvaðanæva úr heiminum; frá Srí Lanka, Chicago, Hong Kong og víðar að. Sumir höfðu lagt mikla vinnu í kortin. M.a. höfðu mörg börn teiknað myndir til að senda til Manuels.

Á afmælisdaginn sjálfan kom pósturinn með 3.000 afmæliskort. Einnig fékk afmælisbarnið súkkulaði, afmæliskökur og fleiri gjafir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant