Þaggaði niður í átta konum með mútum

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP

Eftir að ásakanir á hendur Bill Cosby um kynferðisbrot komu fyrst fram hafa nokkrir einstaklingar stigið fram og sagt sögu sína. Núna síðast var það 90 ára gamall fyrrverandi starfsmaður NBC-sjónvarsstöðvarinnar, hann kveðst hafa grunlaus aðstoðað Cosby við að greiða mútur á þeim árum sem þátturinn The Cosby Show var framleiddur.

Maðurinn sem um ræðir heitir Frank Scotti, hann starfaði á NBC á sama tíma og leikarinn Bill Cosby naut mikilla vinsælda í sjónvarpinu. Scotti segist hafa aðstoðað Cosby við að greiða átta konum mútur á þessu tímabili. Múturnar voru greiddar til að þagga niður í konunum sem Cosby misnotaði að sögn Scotti. Einhverjar konur fengu allt að 250.000 krónur í einni greiðslu. Þessu greindi Scotti frá í viðtali við New York Daily News.

„Hann lék á alla, engan hefði grunað,“ sagði Scotti sem ákvað að stíga fram með sína sögu vegna þess að hann finnur til með þeim konum sem urðu fyrir barðinu á Cosby. Scotti er handviss um að Cosby hafi sent þessum konum pening í hverjum mánuði til að þagga niður í þeim. „Af hverju ætti hann annars að vera að senda þeim pening,“ sagði Scotti sem var alltaf beðinn að setja sitt nafn á ávísanirnar sem konurnar fengu. „Hann var í feluleik, ég áttaði mig á því seinna.“

Lögmaður Cosbys segir skjólstæðing sinn saklausan og telur Scotti vera að stíga fram með þessar ásakanir til að fá sína 15 mínútna frægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant