Íslensk safnplata fyrir Gaza

Fyrir Gaza er safnplata gefin út fyrir íbúa Gaza þar sem 19 listamenn og hljómsveitir koma saman í nafni mannréttinda og mannúðar. Má þar nefna GusGus, FM Belfast, Sóley, Cell 7, Mammút, Prins Póló og Mugison. 

Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til AISHA, Associal for Women and Child Protection, sem sinnir neyðarhjálp fyrir konur og barnafjölskyldur á Gaza-svæðinu. Samtökin standa einnig fyrir námskeiðum og fræðslustarfi til að fyrirbygja heimilisofbeldi, stuðla að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna á Gaza og annarstaðar í hertekinni Palestínu.

Á plötunni er að finna lög með mörgum vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins, segir í fréttatilkynningu. Lög á plötunni eiga: GusGus, FM Belfast, Sóley, Cell 7, Mammút, Mugison, múm, Ojba rasta, Ólafur Arnalds, Prins Póló, Sin Fang, Snorri Helgason, Uni Stefson, Ghostigital, Borkó, For a Minor Reflection, Moses Hightower, Hjaltalín og Samaris.

Hönnun umslags plötunnar og allt myndverk hennar er eftir Ingibjörgu og Lilju Birgisdætur. Þær hafa gert umslög fyrir listamenn á borð við Sigur Rós, Jónsa og múm.

Eva Einarsdóttir er upphafsmaður og umsjónarmaður útgáfunnar. Hún ferðaðist til Palestínu árið 2003 og starfaði sem sjálfboðaliði að æskulýðsstarfi hjá PMRS, Palestínsku læknahjálparnefndunum og Project Hope í Balata flóttamannbúðunum við Nablus. Árið 2004 átti hún frumkvæði að útgáfu safnplötunnar Frjáls Palestína sem gefin var út til styrktar æskulýðsstarfi Project Hope og innihélt lög með listamönnum á borð við Quarashi, KK, XXX Rottweiler, Mugison, Leaves og Ensími. Nú tíu árum síðar, í kjölfar árásana á Gaza í sumar og hrikalegs eftirleiks þeirra, setur hún saman safnplötu fyrir íbúa svæðisins í samvinnu við íslenskt tónlistarfólk; Fyrir Gaza.

Útgáfuhóf fyrir plötuna verður haldið á KEX Hostel, Skúlagötu 28, laugardaginn 29. Nóvember klukkan 16:00-18:00. Þar munu koma fram; Sóley, Cell 7 og Uni Stefson. Prentverk tengd plötunni eftir Ingibjörgu og Lilju Birgisdætur verða til sölu. Engin aðgangseyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant