Vilja Starship Troopers á toppinn

Starship Troopers
Starship Troopers

Nokkrir íslenskir ævintýramenn hafa tekið sig saman á samfélagsmiðlum með það að augnamiði að hefja bandarísku kvikmyndina Starship Troopers til vegs og virðingar. Leiðin sem fyrir valinu varð er torsótt; að koma henni í efsta sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir IMDB.

„Mig hefur lengi dreymt um að koma af stað alheimsátaki um það að koma The Shawshank Redemption úr toppsætinu á IMDB. Soldið svona eins og þegar fólk hópaði sig saman og kom Killing in the Name á toppinn í Bretlandi jólin 2009,“ skrifaði fjölmiðla- og markaðsmaðurinn Haukur Viðar Alfreðsson á samfélagsvefinn Facebook nýverið.

Í kjölfarið fór af stað hugmyndavinna sem lauk með því að fallist var á tillögu Baggalútsins Braga Valdimars Skúlasonar. „Heimsbyggðin gæti hiklaust staðið með henni,“ skrifaði Bragi Valdimar og hlaut yfirþyrmandi stuðning.

Fyrir vikið hefur verið komið upp sérstakri síðu á Facebook þar sem átakið er skýrt. Þar segir að til þess að taka þátt þurfi að skrá sig á Internet Movie Database, IMDB, leita að The Shawshank Redemtion og gefa henni einkunnina 1. Næsta finna Starship Troopers og gefa henni 10.

Átakinu hefur þegar verið dreift á helstu samfélagsmiðlum og segjast aðstandendur nú bíða eftir vænlegri niðurstöðu fyrir Starship Troopers.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant