Hugsanlegum bardaga Gunnars Nelson frestað

Gunnar Nelson í bardaga sínum við Rick Story á dögunum.
Gunnar Nelson í bardaga sínum við Rick Story á dögunum. mbl.is/Árni Torfason

Mögulegum bardaga Gunnars Nelson á síðasta degi febrúarmánaðar á næsta ári hefur verið frestað. Ekki er ljóst hvenær bardagakappinn berst næst.

Í síðustu viku gaf UFC út áætlun sína fyrir árið 2015. Þar kom fram að UFC 184 í Los Angeles var skráð á sama dag og bardaginn sem átti að vera í O2-höllinni í London, þar sem Gunnar Nelson hefði mögulega barist.

Garry Cook, framkvæmdarstjóri UFC í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum, staðfesti í samtali við The MMA Hour að UFC hefði ákveðið að fresta viðburðinum í London.

Bardagafréttavefurinn MMAFréttir greinir frá þessu.

Því þykir ljóst að UFC 184 hafi komið í staðinn fyrir bardagakvöldið í London, og þar með frestast bardagi Gunnars um óákveðinn tíma. Haraldur Nelson, umboðsmaður Gunnars, segir í samtali við mbl.is að í raun hafi hann aldrei verið fastsettur. Það hafi þó gerst að tveir bardagar væru á sama kvöldi, en útlit fyrir að svo verði ekki þetta skiptið.

Haraldur sagði að Gunnar hefði viljað vera í fríi fram yfir miðjan febrúar, en vildi berjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Gunnar er nú á leið til Kaupmannahafnar til að halda námskeið á vegum UFC með Dan Hardy.

Blaðamaður MMAFrétta segir ekki gott að spá fyrir um hvenær næsti bardagi Gunnars verður. Næsta UFC-bardagakvöld sem haldið verður í Evrópu er í Stokkhólmi í janúar þar sem Alexander Gustafsson mun berjast gegn Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins.

Samkvæmt MMAFréttum hafa sjö bardagar nú þegar verið staðfestir á bardagakvöldinu og ekki miklar líkur á að Gunnar bætist þar við. Það gæti því orðið svo að Gunnar berjist næst í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvenær sá bardagi yrði.

Nánar á vef MMAFrétta.

MMAFréttir á Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant