Jólaprófin á Twitter

Einbeitingin uppmáluð.
Einbeitingin uppmáluð. Ernir Eyjólfsson

Notendur Twitter hafa áreiðanlega tekið eftir því að jólaprófin nálgast, hvort sem er í háskólum eða framhaldsskólum landsins. Á þessum tíma árs þurfa nemendur að verja óheyrilega löngum tíma við lestur. Stundum þverr þó einbeitingin, og freistingin að „kíkja aaaðeins á facebook“ verður viljanum yfirsterkari.

Þeir sem hafa gengið í gegnum þá þrekraun sem lokapróf eru vita að þetta er gjarnan erfiður tími, sérstaklega í mesta skammdeginu í desember. 

Af einhverjum ástæðum þá virðist þó sem próf hafi þau áhrif á fólk að það verður oft alveg stórkostlega fyndið, eins og sjá má af þessari stuttu samantekt á prófatístum.

Laganemar hafa, eins og greinarhöfundi er mjög vel kunnugt, ótrúlega súran húmor. Þessi er samt með þeim betri:

Einhver er með pikköpplínurnar á hreinu:

Herra Disco sneri skemmtilega upp á gamalt jólalag:

Gera má ráð fyrir að íbúð hins hefðbundna námsmanns sé aldrei jafnhrein og þegar prófin nálgast:

Jafnvel þótt jólapróf hafi verið jafnstór hluti af aðventunni og mandarínur og jólaljós, þá verður að segjast að það er óneitanlega gott að vera laus við þau:

Þegar lesturinn bregst er hjátrúin næst:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson