Ekki hrifin af ræðu Emmu Watsons

Leikkonan Maisie Williams er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum …
Leikkonan Maisie Williams er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Game of Thrones. Hún gagnrýnir nú ræðu Emmu Watsons. AFP

Ræða leikkonunnar Emmu Watsons í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í september vakti mikla athygli en hún fjallaði um stöðu kvenna í samfélaginu í dag, undir fyrirsögninni HeForShe. Ekki eru þó allir sammála Emmu og nú hefur leikkonan Maisie Williams, sem fræg er fyrir leik sinn í Game of Thrones, gagnrýnt ræðu Watsons í viðtali við The Guardian

Viðtalið er tekið í tilefni af nýjum sjónvarpsþáttum sem Williams leikur í, Cyber Bully, og fjalla um stelpu sem verður fyrir einelti og áreiti á netinu. 

„Það eru margir ógeðslegir einstaklingar sem skrifa ljóta hluti á netið, sem ég ætti ekki að lesa, en það eru hlutir að gerast í heiminum sem skipta meira máli. Þegar ég heyrði sumt af því sem Watson nefndi í ræðu sinni hugsaði ég: Þetta skiptir mig ekki máli. Staða kvenna í Bandaríkjunum og í Bretlandi er ekki fullkomin, en það eru konur á öðrum stöðum í heiminum sem eru í miklu meiri erfiðleikum,“ segir Williams. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant