Jón og Rybak stilla saman strengi

Jón Jónsson segir hlustendum að upplifa drauminn.
Jón Jónsson segir hlustendum að upplifa drauminn. Skjáskot

Tónlistarmyndband við lag heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar hefur nú verið sett á veraldarvefinn, en eins og frægt er orðið er Jón Jónsson þar meðal flytjenda. Myndbandið telur tæplega sjö mínútur og skiptast á söngur hinna ýmsu listamanna í hljóðveri og svipmyndir frá Katar. 

Jón talaði um ævintýrið í viðtali við Sunnudagsmoggann síðustu helgi, en þar sagði hann frá því að meðflytjendur sínir væru sumir með margar milljónir áhorfa á myndbandaveitunni Youtube og er hann því í fríðu föruneyti. Meðal flytjenda í laginu er hinn norski Alexander Rybak sem bar sigur úr býtum í Eurovision söngvakeppninni árið 2009 með laginu Fairytale. 

Jón hefur söng sinn á u.þ.b. 3:14 á orðunum „Live the dream, you believe“, eða „upplifðu drauminn, trúðu“. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Frétt mbl.is: Jón syngur lag heimsmeistaramótsins í Katar

Alexander Rybak bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2009.
Alexander Rybak bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2009. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson