Fékk milljón króna pels í þjórfé

Skjáskot úr myndbandi ABC

Cheryl Semien var að vinna í bílalúgunni á skyndibitastaðnum Whataburger í Houston þegar ókunnug kona, íklædd pels, keyrði upp að lúgunni.

Semien hrósaði henni fyrir pelsinn og stuttu síðar hafði konan, sem gaf upp nafnið Nadine, rétt henni pelsinn í gegnum lúguna. 

Nadine þessi sagði ABC að hún hefði gaman af því að gera skemmtilega hluti með það sem hún hefur milli handanna. Samstarfsfélagar Semien segja hana hafa byrjað að hlaupa um eins og hún hefði unnið milljón Bandaríkjadala en Nadine hefur hinsvegar sagt að feldurinn sé aðeins um 10 þúsund dala virði. Það er þó engin lítil fjárhæð og ágætis þjórfé enda samsvara 10 þúsund dalir 1,27 milljónum íslenskra króna. 

Það vill svo til að þennan miðvikudag í liðinni viku sem Nadine renndi upp að lúgunni á Whataburger átti Semien einnig afmæli. Það skiptir hana líklega ekki miklu hvort um örlögin, tilviljun eða þaulskipulagt góðverk hafi verið að ræða því nú á hún mjúkan og hlýjan pels til að ylja sér við á erfiðum tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson