Loðnir hælaskór vekja viðbjóð

Loðnir, bleikir hælaskór hafa verið kallaðir „ógeðslegustu skór allra tíma“ af tískusérfræðingum.

Skórnir eru þaktir raunverulegum mannshárum og eru með oddmjórri tá og tíu sentímetra hæl. Þeir eru sköpunarverk listamannsins Zhu Tian en hún hefur ekki gefið upp af hvaða líkamshluta hárin eru fengin.

Þrátt fyrir að skórnir færu eflaust vel með ótal jólakjólum voru þeir ekki hannaðir fyrir samkvæmi. Skórnir eru hluti af listsýningu í London og ku listamaðurinn hafa skapað þá sem ádeilu á blætisdýrkun á háum hælum.

Skórnir sem Zhu Tian vann með eru frá Dior og var verkið framkvæmt að ósk ELLE China. Þrátt fyrir það hefur skónum ekki verið vel tekið af tískubloggurum sem hafa líkt þeim við martraðir og kallað þá „ógeðslegustu skó allra tíma,“ samkvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler