Íslenskur nemi einn af þeim bestu

Rakel er ein tveggja íslenskra hönnuða sem nefndir eru á …
Rakel er ein tveggja íslenskra hönnuða sem nefndir eru á listanum. Ljósmynd/ Rakel Tómasdóttir

Þær Rakel Tómasdóttir og Sigríður Rún Kristinsdóttir eru meðal 12 bestu grafísku hönnuða Norðurlandanna árið 2014 að mati Interactive Design Institute, sem er leiðandi fjarnáms-menntastofnun Bretlands í hönnunargreinum. 

Sigríður á að baki hönnunarnám í Iðnskólanum og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Rakel er hinsvegar stúdent úr Verzlunarskóla Íslands og er akkúrat hálfnuð með nám í grafískri hönnun við LHÍ. Rakel er þó enginn nýgræðingur í greininni þrátt fyrir ungan aldur.

„Ég hef verið að að fá verkefni í grafískri hönnun frá því ég var 14 ára en er búin að vera að teikna síðan ég man eftir mér. Photoshop var orðið eitt af mínum uppáhalds leikföngum upp úr átta ára aldri,“ segir hún.

Hún segist vera hin rólegasta yfir því að hafa verið nefnd á lista IDI en að sjálfsögðu þykir henni það mikill heiður. „Það er ótrúlega gaman að fólk kunni að meta það sem maður er að gera. Þetta er í fyrsta skipti sem ég finn fyrir athygli af þessu tagi erlendis frá en ég er reyndar með marga erlenda fylgjendur á Instagram.

Rakel lætur vel af náminu við LHÍ en segir reynslu úr atvinnulífinu sömuleiðis mikilvæga og að hún reyni að taka að sér mörg og fjölbreytt verkefni.

Það er frábært að fá að fylgja verkefni eftir frá upphafi til enda og það fær maður að gera jafnt í skólanum sem og úti í atvinnulífinu. Eitt af því besta við skólann er hinsvegar að þar getur maður á sama tíma verið að læra af öllu hæfileikaríka fólkinu í kringum mann, bæði kennurum og nemendum.“ 

Rakel hyggst klára námið við LHÍ en vonast til að komast í starfsnám til útlanda. „Mig langar að halda áfram að læra, svo finnst mér tískuheimurinn spennandi og þætti t.a.m gaman að vinna innan hans í framtíðinni.

Hægt er að kynna sér verk Rakelar hér og verk Sigríðar má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant